íslandsmeistarar

Enn ein helgin að baki og þessi var til fyrirmyndar. Hrikalega nett að sjá Val-B landa Íslandsmeistaratitlinum í dag á móti Grindavík – B eftir framlengdann leik.

Staðan var 100-100 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja og voru Valsmenn hreinlega sterkari á þessum 5 mínutna kafla sem framlengingin er og unnu verðskuldaðann sigur. Grindavík komst í 14 – 4 í byrjun leiks en Valsmenn með Kjartan Orra, Óla Jóh og Mumma í fararbroddi var munurinn saxaður niður og Valsmenn sjálfir voru komnir með 10 stiga forystu en Grindvíkingar náðu sér aftur á strik og liðin skiptust á að halda forystunni.

Ég tók Lísu, Guðdóttur mína með á leikinn sem fannst mikið sport að fá að fara með mér og ekki síðra fannst henni að sjá pabba sinn bæði fá gullpening og bikar. Bikarinn var auðvitað aðalmálið fannst henni.

Einkennilegt að sjá ekki menn eins og Guffa, Villa og BÖB í stúkunni. Guffi hefur talað um að hann sé alltaf á úrslitaleikjum fyrir sitt lið en engin var Guðfinnurinn í dag. Það skipti heldur engu, Valur vinnur alveg án hans.

Áfram Valur !

10 athugasemdir á “íslandsmeistarar

  1. Ég er ekki frá því að þinn stuðningur hafi skipt sköpum í dag, ég er hrikalega ánægður með þig. En minni á skotkepnina sem við ætluðum að taka;)

  2. Við vorum tveir sem höfðum hátt í stúkunni, ég og Halli bróðir hans Mumma. Skotkeppnin verður að vera með þannig sniði að fade away jumperar eru ekki leyfðir.

  3. Ég vil enn og aftur þakka þér Guðmundur (og þér Guðrún, uppeldislega séð) fyrir að linkurinn hér að ofan sé ekki á ljóta mynd af Guf.fa.
    Eins og ég tók fram í óformlegu msn spjalli okkar áðan þá er baskari ekki mín íþrótt. Hvorki Valslega séð né í öðrum liðum, þó ég sé stoltur af öllum sigrum Valsmanna.

  4. Mér finnst nú að maður sem telur sig harðan breiðhylting eigi að blogga frekar um frammistöðu ÍR í körfu.

  5. Körfuknattleiksdeild ÍR hefur aldrei átt hljómgrunn hjá mér, þar liggur hjartað til Vals þar sem ég æfði minn killer crossover.

  6. Ég verð seint sakaður um að hafa svikið Breiðholtið. ÍRingar lögðu niður flokkinn þannig að ég þurfti að leita annað. Við Helgi Davíð fórum því í Val enda margir eldri Breiðhyltingar að spila með þeim og talað vel um liðið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s