American Gangster er góð mynd sem passar vel að maður fatti og finnist að hún sé að gerast á þeim tíma sem hún á að vera. 1960´s vísanir úti um allt og allt umhverfi, búningar og sviðmynd gert úr garði þannig maður virkilega trúi því.
Þá kemur þetta æðislega skot upp í myndinni. Horfið á þetta fína Wu-Tang húðflúr sem maðurinn skartar, það hendir manni svolítið til 1993 í stað þess tíma sem myndin var búin að selja manni. Þetta er ekki bara einhver aðdáandi rappsveitarinnar sem er aukaleikari heldur er þetta RZA sjálfur. Hér erum við að tala um alvöru mann.
Sofnaði yfir henni