skák og mát

Eftir frí vegna meistaradeildar og annara hluta voru Menningarkvöld L82 sett aftur af stað við mikinn fögnuð íbúa menningarsetursins.

Kvikmynd kvöldsins sem Jóhann Jökull valdi svo listilega var Searching for Bobby Fischer frá 1993. Myndin er sannsöguleg og fjallar um undrabarnið Joshua Waitzkin. Góð mynd sem eldist vel.

Ég man alltaf að Stöð 2 þreyttist ekki á að sýna þessa mynd í gamla daga. Um helgar að degi til var þessi mynd sýnd lon og don ásamt Lorenzo´s Oil. Af þeim tveimur myndi ég þó alltaf velja Searching for Bobby Fischer.

Ég man líka að einu sinni spilaði ég fjöldaskák við Helga Áss Grétarsson, stórmeistara og Breiðhylting og opnaði ég leikinn á hinu frábæra herbragði sem kallast heimaskitsmát. Ég held að Jóhannes Atlason íþróttakennari sé enn hás eftir að hafa öskrað yfir sig þegar ég sagði SKÁK hátt og snjallt, hann færði þó öskrin yfir í hlátur þegar hann sá hvað ég var að reyna að við meistarann. Ég náði að segja skák tvisvar í þessari rimmu en var mátaður skömmu síðar. Það munaði kannski um að Helgi getur spilað 15 leiki fram í tíman í huganum en ég bara 1.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s