Spili Robert Horry í kvöld bætir hann met Kareem Abdul-Jabbar yfir flesta spilaða leiki í úrslitakeppni.
Horry er einn af þessum leikmönnum sem maður getur ekki annað en dáðst að, er rólegur í post-season en um leið og úrslitakeppnin byrjar blómstar hann og neglir niður þýðingarmestu körfunum. Stundum mætti halda að stress og taugaveiklun hafi engin áhrif á hann. Cold as ice eins og segir í laginu.
Hvort sem hann er í Houston Rockets búning, Lakers búning eða Spurs búning er þetta leikmaður sem ég ber virðingu fyrir. Big Shot Rob hefur unnið sjö titla og það er eitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá.
Robert Horry var líka minn maður í denn. Maðurinn sem gat alltaf sett hann undir pressu og virtist alltaf eiga þriggja stiga körfu í vasanum þegar það þurfti á henni að halda.
Missti þó aðeins álit á honum þegar ég sá þetta: