Þorskur var það heillin

Þorskurinn sem við veiddum í sjóstönginni var framreiddur samkvæmt kúnstarinnar reglum. Unga fólkið í dag er miklu meira fyrir allskonar marineringar og rétti frekar en einhverja soðningu. Ég þyrfti ekki marga putta til að telja hversu oft fiskur hefur verið eldaður á L82.

Eins og mig minni að þau séu þrjú skiptin og þá hefur eitthvað verið keypt í Fylgifiskum sem á að skella í ofn eða steikja á pönnu.

En við gerðum hlutina öðruvísi í þetta skiptið. Roð og beinhreinsun var í höndum Kötu hans Jóa enda er hún utan af landi og allt svona kunna þeir sem eru utan af landi. Þorskstykkin voru sett í eldfast mót og smurði með olíu og tómötum raðað í kring. Saltað og piprað eftir smekk og svo hent inn í ofn.

Á meðan var búið til brauðrasp með steinselju, salti og pipar. Eftir að fiskurinn hafði verið í ofninum í um 10 mínutur var hann tekin út og dijon sinnepi smurt á fiskinn og vel af brauðraspi ofan á. Fisknum var svo hent aftur inní ofn í fimm mínutur eða bara til að leyfa raspinu að taka lit. Borið fram með brauði og kartöflum sem steiktar voru á pönnu.

Maturinn var yndi og Valur Gunnarsson, markmaður 1.deildarliðs Leiknis hafði aðeins eitt að segja um máltíðina á sama tíma og hann fékk sér ábót.

„ Þetta er rosalega gott, frábært hvað gulræturnar gera mikið fyrir kartöfluréttinn “ . Þetta var á sama tíma og hann tróð upp í sig sætri kartöflu sem hann hélt að væri gulrót.

Myndin sýnir klassískan Jóhann í Laz-y-Boy á meðan aðrir íbúar L82 elda og leggja á borð. Matinn má sjá neðst á myndinni ásamt hluta af borðstofustól.

5 athugasemdir á “Þorskur var það heillin

  1. Ég geri mér engan vegin grein fyrir hvað er í gangi á þessari mynd. Sé bara móðu og öll hlutföll eru í steik.

    ÞAÐ VANTAR ELDSPÝTUSTOKKINN !!!!!!

  2. ef þú hefðir 1% af því frábæra geni sem ég hef Guffi minn værir þú í góðum málum. Þangað til verðurðu að sætta þig við annað.

    Vöntun eldspýtustokksins sem ég alfarið á mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s