útivistarmaðurinn

Þar sem ég er annálaður útivistarmaður tekur því varla að nefna síðasta mánudag en þar sem fólk er að væla yfir bloggþurrki reyni ég eftir bestu getu að setja hér nokkrar línur.

Mánudagurinn síðasti toppar þó allt þegar kemur að útivistartöktum. Hádegismatur úti á landi (lesist Mosfellsbær), Esjan, sund og sjóstöng var dagskrá dagsins.

Tryggvi, pabbi hennar Vigdísar (hans Eika Búa) bauð íbúum L82 á sjóinn enda góður liðsauki fyrir hvaða bát sem er að fá vana menn eins og mig og Jóa á sinn bát. Ég held þó að Tryggvi hafi ekki alveg vitað hvað hann ætti að segja þegar við mættum með Ray Bahn sólgleraugun, í gallabuxum og Converse skóm. Landkrabbar er eflaust orðið sem hann var að leita að.

Við fylltum trollið af ufsa, þorski og ýsu og vorum ekki lengi að skófla þessu í land. Það var frábært veður og ótrúlega magnað að leggja bátnum við sjóvarnargarðinn við Skúlagötu og vera að gera að fisknum í 101 Reykjavík. Sjóstöng er ótrúlega skemmtileg sport, Jói var reyndar skíthræddur við fiskana. Gat aldrei leyst þá sjálfur af stönginni, fannst þeir svo slepjulegir og skrýtnir.

Svo er ég enn fúll yfir því að ekkert af mínum liðum er að taka titla og verðlaun. Lakers og Holland öll í ruglinu. Bara næst segir maður, bara næst.

Næsta mál gæti þá verið að blogga um það þegar við elduðum þorskinn. Það var eitthvað.

Myndir af sjóstöng á internetinu algóða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s