Um daginn þurfti ég að fara inní herbergið hans Hlyni. Fataskápurinn var opinn og ég starði inn í hann og klóraði mér í hausnum um hvað drengurinn er að skipuleggja inni í skápnum. Ég nota minn skáp til að geyma föt, það gerir Hlyni sko ekki.
Mér væri talsvert létt ef þetta væri bara heimabrugg inni í skápnum eða fikt við sígarettur en þetta lítur frekar út eins og drengurinn sé að skipuleggja heimsyfirráð.
Er þetta svona lífsstíls-scrum 😀
Versta við þetta er að allt er í flokknum NOT STARTED og því lítill gangur í þessum backloggi hans.
Menn ná sér ekki í konu svona.
Ekki heldur með því að lesa sögu svínaræktar á Íslandi !!
Gummi þú gefur honum lófatölvu eða fílófax í jólagjöf næst.
Burndown chart, snilld! Hvað er spretturinn langur?
mér finnst þetta sexí… elska skipulag!
Sammála síðasta ræðumanni….konur elska skipulag….. hann ætti að ganga með þessa mynd á sér ef hann er að leita sér að konu – pottþétt!!!
Það er eitt að plana hlutina Bryndís og Jóhanna, en það er annað að gera þá. Ég bendi ykkur á að allir hlutirnir sem þarna eru listaðir eru allir í NOT STARTED flokknum.
Engin dugnaður!
Ég hélt ég þyrfti að gera allt þetta til að fá dálitlu framgegnt, svo bara hitti ég liðið, brosti og fékk það sem ég vildi. Nú þarf ég hins vegar að endurskoða allt planið og búa til nýtt, það verður aftur á móti geymt undir klósettsetunni.