Þegar þetta eina símtal kemur á nokkra mánuða fresti hverfa einhvern veginn öll vandamál heimsins á einu bretti og aðeins eitt kemur í huga manns, að ná í góssið.
Amma Dúna var að baka kleinur og tilkynningin um að ég mætti koma að sækja nokkra poka handa L82 var fljótt afgreidd.
Það er ekki til neitt betra en nýbökuð kleina og glas með mjólk. Sérstaklega ef hún er snædd í Rauðagerðinu hjá mínu fólki.
L82 fengu þrjá poka, með fimmtán kleinum hvor. Það er talið ofan í hvern poka svo að allir fái jafnt. Pokarnir eru búnir því að Kata hans Jóa hreinlega missti sig í kleinusmakki.
Ég fékk eina kleinu.
Guðmundur þú fékkst ekki eina kleinu þú borðaðir 20 í Rauðgerði
..er þetta satt Guðmundur…… ég man nú ekki betur en að ég hafi grátið mig í svefn í gær þegar ég komst að því að þið væruð búinir með þessar góðu kleinur og það án þess að gefa mér smakk. Svo kallið þið ykkur herramenn 😉
Ég fékk nokkrar kleinur hjá ömmu, ég þræti ekki fyrir það en ég fékk fáar á L82.
Þær enduðu einhvern veginn allar ofan í Kötu og Jóa.
Guðmundur…nú segir þú sannleikann……þetta er ekki rétt, alla vegana hvað mig snertir og svo var Jói veikur og þá má maður narta
er Jói alltaf veikur?