Sarah Palin

Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblikaflokksins er ekki merkilegur pappír í mínum bókum.

Hún aðhyllist „creationisma“ sem þýðir að hún trúir ekki á þróunarkenningu vísindanna heldur þróunarkenningu Biblíunnar. Við erum sem sagt ekki komin af öpum heldur er allt líf á jörðinni skapað af einum manni. Einmitt það já.

Fyrir utan þetta rugl og bull og vitleysu að þá er hún á móti fóstureyðingum og trúir að það eigi að predika skírlífi í stað kynfræðslu í skólum.

Það hræðir mig að árið 2008 sé kona með svona hugsanir mögulega að fara að verða valdamesta kona í heimi. Það hræðir mig enn meira að það sé fólk þarna úti sem hampar henni og ætlar sér að kjósa hana og McCain. Sama fólk og gerði óða kúrekanum kleift að vera forseti Bandaríkjanna í átta ár.

Yndislegt alveg.

9 athugasemdir á “Sarah Palin

  1. Ég leyfi mér að efast um að umrædd kona trúi því að allt líf á jörðinni sé sköpuð af einum manni, finnst mjög hæpið að nokkur einasti maður trúi því. Margir trúa því hinsvegar að guð hafi afrekað þetta, en ég held að fæstir telji hann vera mann.

  2. Við Sarah erum sko ekki komin af neinum öpum, Gummi. Það er alveg bókað. 🙂 Útkljáum skoðanaágreining okkar í fierce batmintoneinvígi – sá sem vinnur fær að velja forseta BNA.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s