Hið árlega Hattapartý B-liðsins var haldið hátíðlegt um helgina. Á sunnudeginum sló ég fyrra Íslandsmet í þynnku, ég verð lengi að jafna mig eftir þetta. Ég vil helst kenna bleika stelpudrykknum hans Guffa um þynnkuna sem við vorum að dunda okkur við að drekka sem skot.
Dagurinn byrjaði á Ólympíuleikum B-liðsins þar sem keppt var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í langstökki, hástökki, 60m spretthlaupi, kúluvarpi og 60m grindarhlaupi.
Ísi átti þvílíka snilldartakta í næstum öllum greinum sem endaði með því að einn þjálfarinn bauð honum að koma á æfingar. Ég sjálfur hafði engu gleymt frá leikfimitímum í Breiðholtsskóla og gat því ekki rassgat. Er einna mest ánægður með góðan tíma í 60m grindarhlaupinu.
Arnar fær þann heiður að eiga frumlegasta hattinn og Hlyni í mínum huga fær heiðursnafnbót fyrir að hugsa 100% inni í kassanum.
Ókeu, ég á þennan drykk. En hér er hætt að segja frá þar sem það hentar sögunni best og mér hvað verst. Enda á góð saga aldrei að gjalda fyrir sannleikann.
Gummi, eru þið Villi að kyssast á munninn?????????
Gummi hefur alltaf verið heitur fyrir indíánum!
Hver annar en Gummi Jóh gæti púllað það að vera með bleyju á hausnum, en samt líta út eins og Calvin Klein módel!!!!