Ég nenni nú ekki að eyða miklu púðri í að tjá mig um handrukkara innslag Kompás í gærkvöldi. Mér svíður langmest og nær eingöngu að allir séu að tala um handrukkara málið en engin virðist vera að spá í innslaginu sem kom á eftir. Leiðinlegt ef það grefst svona undir.
Það eru nefnilega þvílík tækifæri í kræklingarækt á Íslandi.
Já einmitt kræklingarnir eru greinilega málið í dag! Þetta innslag hefði átt að koma á fyrst, því að það var mun merkilegra að mínu mati!!
Nákvæmlega !
heyr heyr
spennandi dót
Ég hef borðað krækling…
Lifi Hrísey!
Einmitt það sem ég var að pæla líka 🙂
Það væri gaman að sjá áhorfstölur af fyrri og seinni hluta þáttarins.
Ég var einmitt eitt sumar í Hrísey. Bjó á verbúð með fullt af fólki, með eitt baðherbergi og eitt eldhús. Verbúðin hét Hæli og var víst eitt af æskuheimilum Mugison.
Kræklingur er góður.
Er Mugison ekki alinn upp í Vesturberginu í Breiðholti.
Nei, Bolungarvík.