Sprengjuhöllin, sú fróma íslenska sveit var að setja sína útgáfu af Hey Jude á netið. Lagið er fínt en svo keimlíkt lögum Bítlanna að óbragð kemur í munninn. Lagið kalla þeir „Byrjum uppá nýtt“
Samt byrjar maður að tralla með enda skylda að gera slíkt í öllum viðlögum sem hafa lalala eða tralalal element.
Tröllum með enda lítið annað hægt að gera.
Eitthvað minnir mig á Bird on a Wire, með meistara Cohen.
Orðið „Sprengjuhöllin“ og orðin „óbragð í munninn“ eiga aldrei að fara saman Guðmundur…
er ég eini maðurinn sem er að bíða eftir að þeir brotlenda með næstu plötu, fara á kók tripp og hætta
Ég tek undir þessi orð þín, hvern staf.