Orð eins og skortsala, peningamarkaðssjóður, hámarks áhættuþol og Alistair fokkings Darling gleymast eins og dögg fyrir sólu þegar maður setur bestu innlendu plötu ársins 2008 í tækið.
Hún er sem sagt komin út og nóg eftir af árinu. Platan heitir Montaña og má kaupa undir eins í stafrænu formi á Grapewire.
Krakkarnir í sveitinni Retro Stefson hafa gert bestu plötu ársins 2008 og það með stæl. Það er sumar, sæla og endalaus hressleiki og platan verður stigvaxandi betri og hressari með hverju laginu.
Þetta er skrifað í stein hér með og því fær engu breytt.