End of an era

Gullöldinni er að ljúka, það er nokkuð ljóst. Við taka nokkur ár í einhverri meðalmennsku sem á illa við þá kynslóð sem nú nálgast árin 30. Við þekkjum ekkert nema góðæri, nóg af öllu til að bíta og brenna og að lágmarki tvær utanlandsferðir á ári á saga class.

Held að flest okkar hafi smá gott af þessu, aðeins að stilla af forgangsröðunina, knúsa ættingjana og félagana og muna að heimsókn til ömmu gefur manni miklu meira en flatskjárinn sem varpar háskerpumynd af múrmeldýri í leit að maka stanslaust í gegnum gervihnött. Við förum svo í leiðinni að kalla hlutunum réttum nöfnum. Paté er til dæmis ekkert annað en kæfa, hættum að snobba.

Um helgina var einum kafla í þessari gullöld lokað, og það með stæl. BÖB og Villi eru að skilja, sem betur fer í góðu. Þessir tveir hressustu og bestustu drengir sem lengi hafa kallað miðbæinn sinn eru að slíta samvistum og halda í sitthvora áttina. Villi mun hefja búskap með sinni heittelskuðu og BÖB mun vera meðal róna og dóna í Arizona að læra um stofnun og rekstur fyrirtækja, einmitt tíminn í það.

Ég minni Villa á að það skiptir máli að rækta frændgarðinn og því má hann ekki hverfa af L82. Það þarf að horfa á enska boltann og ræða heimsmálin í sófanum. Þú ert alltaf velkominn vinur.

2 athugasemdir á “End of an era

  1. Ég er búinn að tilkynna fjölskyldu minni það að ég muni þurfa að eyða ákveðnum hluta jólanna á L82 og þau verði bara að skilja það.

    ÁFRAM TORRES !!!!!

Færðu inn athugasemd við BÖB Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s