Það stökkva allir til og sperra eyrun þegar að kvissið heyrist. Þetta ákveðna kviss fær alla íbúa L82 til að stökkva úr herbergjum sínum og hlaupa inní stofu. Það er nefnilega ekkert betra en fyrst sopinn af ný opnaðri Pepsi Max.
Æsingurinn og kappið er oft svo mikið að menn gleyma stað og stund. Um daginn var Jói svo heppinn að ná fyrsta glasinu af nýrri flösku, flösku af ágúst 2008 árgangnum sem er einn sá besti þetta árið og er að fá sér ábót. Menn af okkar kaliberi fá auðvitað ábót.
Þegar hann hellir öðru sinni í glasið grenjar hann úr hlátri. Ekki því að flaskan var að verða búin heldur af því að æsingurinn hafði verið svo mikill þegar fyrst var hellt að hann tók ekki eftir því að hann var sömuleiðis að vígja glasið sem hann hafði valið að drekka úr.
Í glasinu var bæklingur um vöruúrval Ritzenhoff glasanna og ágæti þeirra. Jói hafði drukkið einn umgang án þess að fatta að bæklingurinn hafi allann tímann verið í glasinu.
Minnir óneitanlega á þegar að skeiðina sem fór á flakk hér um árið.

„Það stökkva allir til…“ – en ég hef aldrei á ævinni drukkið Pepsi Max…
Gummi telur tvöfalt því hann drekkur svo mikið af því.
Gummi aðhyllist þá miklu speki að aldrei eigi að láta góða sögu líða fyrir sannleikann. Þess vegna er best að taka allt sem hann segir með mátulega miklum fyrirvara.
Hlynur, vertu ekki að rengja hann Guðmund á opnu bloggi, það er bara dónaskapur!
Hlynur er kominn á hálan ís