Fréttastofan

Ég er mjög andvígur þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Efstaleitinu. Það virðist sem búið sé að sameina fréttastofu útvarps og fréttastofu sjónvarps og þessar tvær ágætu fréttastofur eru farnar að sameina krafta sína meira en góðu hófi gegnir.

Mér hefur alltaf fundist vinna fréttastofu útvarps vera betri, miðilinn kannsi hentar betur efninu og hægt er að grafa oft aðeins betur ofan í málin enda snúast hlutirnir ekki jafn mikið um að halda og fanga athygli áhorfandans. Tíminn vinnur með þeim ef svo má segja.

Það sem fær mig til að vera alfarið á móti þessum breytingum sem átt hafa sér stað er að fólkið sem á uppruna sinn í útvarpinu er hreinlega ekki á réttri hillu þegar kemur að því að standa fyrir framan myndavél. Það stendur furðulega, það er ennþá klætt eins og um að útvarpsviðtal væri að ræða og kynningarnar þeirra eru skrýtnar. Á móti kemur að spurningarnar þeirra eru almennt betri en hjá þeim sem hoppa og sprella í kringum vélina og klæðast aðeins bestu terlínarbuxunum og kjólunum hennar Birtu Björns.

Fólk á að einbeita sér að því sem það gerir best og yfirmenn þeirra eiga að sjá hæfileika þeirra og ýta þeim í rétta átt.

Svo má líka segja að þetta er helvítis væl í mér.

3 athugasemdir á “Fréttastofan

  1. Þetta er helvítis væl í þér.

    Það er bara eðlileg hagræðing að sameina þessar fréttastofur. Og eðlilegt að gefa útvarpsfólkinu séns á að spóka sig fyrir framan myndavél. Svo þarf víst að sigta úr hverjir halda vinnu á hinni sameinuðu fréttastofu og hverjir ekki. Hart en eðlileg hagræðing að mínu mati.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s