Að taka rétt á málunum

Einhvern veginn finnst mér bara eðlilegt að þegar hópur fólks ræðst með slagbrandi inn í heila lögreglustöð eftir að hafa brotið rúður og verið með læti að lögreglan grípi til þess ráðs að sprauta piparúða á þá sem voru á leið inní stöðina.

Ég verð að segja að ég vorkenni þessu fólki ekki mikið. Ég get ekki dæmt um hvort að handtakan á atvinnu mótmælandanum hafi verið lögleg eða ekki enda ég ekki lögfróður maður. Ég veit bara að Bonus Pater hefði ekki ráðist á lögreglustöð, það dugar mér að sinni.

Ef maður ákveður að gera eitthvað álíka og að ráðast á lögreglustöð með látum að þá þarf maður að eiga von á því að fá læti á móti.

Svona skrílslæti skyggja á annars ágæt mótmæli. Það er skýr réttur fólks að mótmæla. Sá sami réttur er horfinn um leið og fólk gerir eitthvað svipað því og gerðist í gær.

3 athugasemdir á “Að taka rétt á málunum

 1. Hvað hefði Lögreglan gert ef að þetta hefði verið í new york?
  Það á bara dúndra þetta lið með gúmmíkúlum.
  Mótmælin á Austurvelli finnst mér vera flott en þetta lögreglustöðvardæmi er fáránlegt.

 2. Mér finnst öll þessi mótmæli frábær.
  Ég fíla líka svona öfgamótmæli eins og við lögreglustöðina.
  Þau skapa umræðu og því heyrist hátt í þeim.
  Mér finnst lögreglan líka í fullkomum rétti með notkun piparúða við þessar aðstæður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s