Sigur Rós

Það er margt að brjótast um í huga mínum á þessum mánudagsmorgni. Ég veit ekki alveg í hvora löppina ég á að stíga og það er erfitt að koma tilfinningum sínum í orð. Allt út af einum tónleikum.

Ég hef oft séð Sigur Rós á sviði. Einhvern veginn er upplifunin aldrei eins, það skiptir til dæmis máli hvort að um úti eða inni tónleika sé að ræða. Sigur Rós á úti tónleikum spila hressilega en á inni tónleikum er bætt við þyngri og drungalegri lögum.

Sigur Rós voru án Amiinu í gær, eitthvað sem ég hef ekki séð síðan á tónleikum í íþróttasal Menntaskólans við Sund það herrans ár 2000. Ég átti von á einlægum og lágstemmdum tónleikum þar sem bæði vantaði strengina og lúðrasveitina en þeir voru ekki á þeim buxunum. Það var hreinlega öllu tjaldað til, bæði með ljósum, lagavali og sviðsmynd.

Það er ástæða fyrir því að þessi sveit er hún sú merkasta sem þetta land hefur alið af sér. Það er ástæða fyrir þeirri alþjóðlegu hylli sem þessi sveit hefur unnið sér inn og það er ástæða fyrir því að fullorðnir karlmenn með bringuhár verða mjúkir og varnarlausir á tónleikum með henni.

Á slíkum stundum er bara mikilvægt að muna að tár eru demantar.

9 athugasemdir á “Sigur Rós

  1. Tja, þegar mikið er í húfi eru kanónurnar dregnar fram. Hér þótti mér ekki ástæða til þess og vitnaði því í minni spámann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s