Að einhverju leiti átti maður von á kreppunni. Sömuleiðis átti maður von á því að Davíð Oddsson myndi alltaf vera til taks, sama hvort leitað væri til hans eða ekki. Það er heldur ekki hægt að neita því að maður gat í raun alveg sagt sér það að Lakers yrðu svona sterkir, enda eiga þeir harma að hefna.
Enn öðru gat maður gengið að vísu. Að Jóhann Jökull vinur minn myndi aldrei stofna Facebook aðgang. Hann hefur fussað og sveiað nógu oft yfir Facebook, að þetta sé tímaþjófur, að þetta sé ekki nema netútgáfa af sódómu og einhver tittilnganáma sem hann myndi ekki láta sjá sig á.
Svo gerðist það að hann varð auðvitað að kíkja aðeins á þetta, sjá hvað væri nú þarna raunverulega um að vera fyrst að bæði ég og Hlyni vorum að mæra þetta og tala okkar á milli um eitt og annað sem við höfðum séð þarna inni.
Í gær gerðist það svo sem ég átti aldrei von á. Jóhann Jökull sagði setninguna “ Gummi, geturðu hjálpað mér að stofna svona Facebook? „
Auðvitað gat ég það. Því er Jói kominn á Facebook og þið þurfið auðvitað að senda drengnum vinarbón. Hann er að uppfæra póstinn sinn á fimm mínutna fresti núna til að athuga hvort það sé ekki eitthvað að gerast í þessu Facebook dóti.
Dreyfist athyglin nokkup frá Fantasy við stofnun á Facespace
Þá er ég hér með eini maðurinn í vinahópnum með hreðjar, því að ég er ekki með facebook.
Djöfull plaffaði drengurinn undan sér hreðjarnar með þessu athæfi.