sælkerahornið

Af mörgum matreiðslu og uppskriftarsíðum sem maður hefur bookmarkað í gegnum tíðina er aðeins ein með 100% vinningshlutfall. Allar uppskriftirnar hafa verið prófaðar á L82 af þessari síðu og allar hafa þær slegið í gegn.

Þá er ég ekki að tala um nakta kokkinn Jamie Oliver sem ég hef reyndar aldrei séð nakinn eða lundabanann Gordon Ramsey. Heldur er ég að tala um Hagnaðinn.

Hver er Hagnaðurinn spyr þá pöpullinn ? Hvaða Hagnaður er það sem að fær drengina á L82 til að stökkva upp til handa og fóta og setja á sig svuntu un leið og Hagnaðurinn birtir nýja uppskrift?

Hagnaðurinn veit bara hvað það er sem fær karlmenn til að elda og taka hraustlega til matar síns. Hagnaðurinn hefur reyndar bara sett tvær uppskriftir á netið og báðar hafa þær slegið í gegn, það er ekki eins og við séum að tala um einhvern bálk bóka.

Fyrst var það pizzan sem fær alla drengi til að gefa hvorum öðrum high five og öskra enda barbeque sósa í miklu magni á pizzunni ásamt forboðnu plöntunni kóríander. Menn borða barbeque og skiptast á sögum um Jack Bauer, bara eitthvað sem við gerum.

Uppskrift númer tvö var svo nýlega tekin fyrir, kanilsnúðar. Ekki einhverjir asnalegir dúllu kanilsnúðar eins og Jói Fel myndi gera heldur alvöru kanilsnúðar sem eru eins og boltar að stærð. Kanilsnúðar eiga að vera þrír bitar í það minnsta, svipað og með Sörur. Ekkert hálfkák hér.

Því skellti drengurinn í fjórfalda uppskrift og í heiminn komu 40 kanilsnúðar.

Íbúar L82 bíða spenntir eftir næstu uppskrift frá Hagnaðinum.

2 athugasemdir á “sælkerahornið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s