drengirnir á L82

Eins og eflaust einhver ykkar vita að þá skrifaði ég pistla í glanstímaritið Nýtt Líf.

Það er ótrúlegt hvað margir virðast hafa gluggað í þetta blað, ótrúlegasta fólk hefur séð þessa pistla á biðstofum, í klippingu eða í röðinni í Hagkaup. Margir virðast halda að þetta hafi verið eitthvað eitt viðtal við mig en svo var ekki heldur var maður mættur með nýtt efni tölublað eftir tölublað. Tilgangurinn var að segja frá spennandi lífi mínu sem einhleypur ungur drengur á Íslandi í dag, ég var piparsveinn Nýs Lífs.

Núna þegar maður er ekki lengur einhleypur piparsveinn þurfti afhenda kyndilinn eitthvað.  Kristín (kærastan) reyndar vildi að ég héldi áfram að skrifa pistlana enda gat hún þá alltaf minnst á þetta ef það væri dauður punktur í spjalli. Alltaf gott að geta bent á hnyttna kærastann.

Ég ætlaði fyrst að halda áfram að skrifa þessa pistla en bara sem Hlyni, bara skuggaskrifa þetta og tala í gegnum unglinginn á L82. Það myndi líka gefa manni leyfi á að bulla miklu meira, þá skipti ekki jafn miklu máli hvort að Amma Dúna myndi lesa þetta eða ekki.

En eitthvert þurfti þó kyndilinn að fara. Hann fór þó ekki langt, hann fór bara yfir í næsta herbergi. Jói Jökull er nefnilega byrjaður að skrifa þessa piparsveinapistla núna. Efnistökin eru þau sömu því hann er jú, alveg jafn frábær og ég.

Kíkið í Nýtt Líf og lesið hann Jóa, pistlarnir eru aftarlega en flennistóra myndin af Jóa ætti að hjálpa ykkur að finna þetta.

6 athugasemdir á “drengirnir á L82

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s