Smákökusmakk 2008 – Fyrsti hluti

Það þessi tími ársins. Seríurnar gefa manni ofbirtu í augun, göturnar fullar af brjálæðingum sem vita ekki hvort að þeir séu að koma eða fara.

Jólin eru að detta í hús.

Eitt af því sem einkennir jólaundirbúning drengjanna úr Breiðholti er að fara í jólasmákökusmakk til kvennanna sem ólu okkur í þennan heim. Fyrsta skrefið var stigið í gær en þá var skundað í Víkurbakkann til frú Margrétar.

Jólin voru svo sannarlega komin í kotið þar, búið að skreyta jólatréð og heimilið í raun allt eins og lítið jólaland. Húsbóndinn á heimilinu var hálf gáttaður, eins og hann vissi ekki hvernig hann ætti að vera og hann vissi varla hvað væri búið að gera við staðinn sem hann kallar heimili sitt.

Frú Margrét var búin að dekka borðið í betri stofu og heitt súkkulaði tilbúið í potti. Dómnefndin tók sér sæti og byrjaði formlega nefndarstörf.

Sortirnar þetta árið voru sjö, þetta snýst ekki um magn heldur gæði.

Kökurnar sem bakaðar voru og smakkað var á, í engri sérstakri röð voru :

Siggakökur, Súkkulaðikökur, Lakkrískossar, Amerískar, Súkkulaðibitakökur, Mömmukökur og Möggukökur.

Úrslitin lágu ekki fyrir en í lokin, kakan sem smökkuð var síðust bar af að mati dómnefndar og fékk næstum fullt hús stiga, heiður sem fáar kökur hefur hlotnast í gegnum árin.

vikurbakki20083. sæti eins og sést hér á súluritinu fór til sortarinnar sem ber nafnið „Amerískar“. Dómnefndin sagði meðal annars um þessa köku að „svona ættu amerískar akkúrat að vera“, rúsínurnar sem bætt hefur verið gera mikið uppá mýktina og að þær komi á óvart, svona eins og sörur án kremsins.

Í 2.sæti lentu Siggakökurnar, kökur sem skýrðar eru í höfuðið á elsta bróður Margrétar þó hann komi ekkert nálægt kökunum né uppruna þeirra. Um þá köku voru dómnefndar meðlimir sammála að þær ættu svona ættu þær akkúrat að vera og að þær væru mjúkar og góðar

Í 1.sæti árið 2008 með næstum full hús stiga voru svo kökurnar sem bera nafn bakarans, svokallað nafn með rentu. Möggukökurnar fengu 18,5 stig af 20 mögulegum. Með slef niður á höku og súkkulaði út á kinnar emjuðu menn úr sér að kakan væri Snickers smákakanna, gjöf sem hættir ekki að gefa, ristaðar salthnetur sem toppa eftirbragðið og akkúrat svona kaka myndi klárast fyrst í prófalestri.

Dómnefndin á svo eftir að finna lausann tíma í annars mjög svo bókuðu almanaki mömmuJóh og taka hennar bakstur í gegn. Meira síðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s