Gamlárspartý L82 árið 2008 gekk framar vonum. Erfitt var að toppa árið 2007 en það gekk þó samt, mætingin var stórkostleg og frábært fólk fyllti húsið.
Guffi fær stærsta plúsinn fyrir að standa vaktina við hljómborðið næstum allt kvöldið og tók eingöngu hnitmiðaðar og stuttar pásur sem gáfu fólki smá tíma til að ná andanum á milli laga.
Myndirnar eru komnar á fésbókina, í tveimur hlutum (fyrri hluti og seinni hluti). Það var svo fullt af öðru fólki með myndavélar, ég hvet og í raun krefst þess að það sama fólk setji inn myndir úr partýinu. Ég á það skilið.