Wok pannann og ég

Ég er ástfanginn af wok pönnunni minni. Ég hef verið að prófa eitt og annað síðustu mánuðina og alltaf kemur mér á óvart hvað er hægt að gera marga og einfalda rétti á wok pönnunni sem allir bragðast og líta út eins og það besta sem hægt er að fá á asískum stöðum hér í borg.

Um daginn var svo allt wok-ið hingað til toppað og það á ótrúlega skömmum tíma. Fyrir áhugasama wok eigendur læt ég uppskriftina fylgja með. Fékk hana úr bók sem ég gluggaði aðeins í þegar ég fór í bókabúð. Vildi ekki kaupa bókina en fannst uppskriftin góð þannig að ég tók mynd af henni með símanum mínum.

Hefði verið þægilegra ef bókabúðin væri með ljósritunarvél til afnota en maður verður að bjarga sér á þessum síðustu og verstu.

1 matskeið olía
750 gr lamba fillet, þunnt skorið. Prófaði líka nautakjöt seinna og það var næstum jafn gott.
4 hvítlauksgeirar, skornir smátt
2 rauð chili (ekki of stór), skorin smátt
Hálfur bolli ostrusósa
2 og hálf matskeið fiskisósa
1 og hálf borðskeið sykur (Venjan er að  nota hrásykur en það má vera hvítur)

Þetta er mmmm svo gott.

Næst verður það Pad Thai sem verður sigrað, ó já. Það verður sigrað.

6 athugasemdir á “Wok pannann og ég

  1. Já heyrðu, Pad Tahi verður farið í það á Laugaveginum innan um munaðarlausar og holdsveikar sálir eða er það bara Yoko sem fær að verða vitni af því?

  2. Eflaust mátu það vPod. En venjulegt fólk getur alveg keypt kjöt endrum og eins. Þið bankamenn auðvitað skrimtið bara.

    Lætur mig bara vita hvernig þín útgáfa smakkaðist.

Færðu inn athugasemd við Gummi Jóh Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s