Það er einhver tómleiki í íbúum L82 þessa dagana, eitthvað sem er vanstillt og ekki eins og það á að vera. Í gær fundum við loksins út hvað það var sem var að hrjá okkur. Það vantar þunna manninn sem hertekur þriggja manna sófann sem er vanur að vera á sínum stað á meðan heil umferð í enska gengur yfir.
BÖB er fluttur til Guadalajara og mun færa sig til Arizona þegar fer að hausta. Menn verða víst að mennta sig og menn eins og BÖB verða að mennta sig í skóla með flott nafn. Þess vegna valdi hann THUNDERBIRD !
Ég kvaddi BÖB á þann eina hátt sem kom til greina. Við deildum pizzu í þriggja manna sófanum daginn áður en hann fór út, þannig þekki ég minn BÖB og þannig ætla ég að muna hann á meðan hann er erlendis.
Á meðan BÖB verður úti mun ég hugsa hlýlega til hans, ég mun geyma allar góðu minningarnar og ég mun sérstaklega geyma minninguna um nýársmorgun 2009. Ég hafði gist hjá Kristínu og kom heim grútþunnur og íbúðin í rúst. Þá var vinalegt að eiga einn BÖB uppí rúmi sem var með eina 16″ við rúmstokkinn.
Pítsan sést ekki. En við sem þekkjum Böb vitum að hún er þarna.
Ég veit ekki hversvegna hann sefur ofan á sænginni.
En vinstra megin við hann sést í NBA bók. Ég efast um að hann muni nokkuð sem hann las upp úr þeirri bók eftir gamlárspartýið.
Chamberlain skoraði 50.4 stig að meðaltali tímabilið 60-61. Það er ekki í bókinni.
Með eindæmum falleg mynd. Ég sakna líka L82, kannski get ég verið með ykkur einhvern tíman að horfa á enska í gegnum Webcam, þá er kl 8 um morgun hjá mér.
Los saludos de Guadalajara
El bobo logo