Jói Jökull kom færandi hendi á síðasta menningarkvöldi. Það voru ekki blóm eða neitt slíkt glingur heldur voru um að tala alvöru dót frá Upper Deck.
Þeir sem vita hvað Upper Deck er vita strax um hvaða gleði er hér að ræða. Jú, auðvitað NBA myndir.
Eins og þrívíddar myndir voru sjaldgæfar í gamla daga og miklar gersemar að þá verður að segjast að það eru svolítil vonbrigði fyrir gamlann NBA mynda safnara að slíkar myndir séu í öllum pökkum.
Ég fékk Larry Bird þrívíddarmynd, Jói fékk Dr. J en Hlyni fékk Yao Ming. Augljóst hver fékk stutta stráið hér.
Æði, ég verð að grípa mér pakka ASAP !
Hvað maður tók marga spretti útí bókabúðina Emblu í Fellunum (R.I.P) þegar búið var að skrapa saman nægu klinki fyrir 1-2 pakka. Líður mér seint úr minni að finna lyktina af nýopnuðum NBA Hoops körfuboltamyndum 🙂
Einstaklega gott framtak hjá Jóa!
Djö…. er ég sammála þér Sævar, þetta voru tímarnir!
Við verðum bara að fara safna og bítta núna strákar!
Lyktin var æðisleg….
Ég get nú sagt ykkur inside information hérna strákar!!
…ég var að labba á skólagöngunum áðan og þar sem ég labba á leið inn í kennarastofu sé ég hóp stráka á aldrinum 10-12 ára vera að skipta NBA myndum…..ég varð hreinlega að staldra við og sjá þetta moment.
Samræður okkar strákanna endaði með því að ég er að fara að mæta með NBA safnið mitt í Fellaskóla á morgun…..klárlega til að snuða einhverja nemendur illa. Ég á Brad Daugherty og Mugsy Bogues í þreföldu bítti sem þeir fá fyrir einhverjar glænýjar þrívíddir af lebron james.