End of an era

Minn besti vinur í sjónvarpinu hefur sagt bless og takk fyrir mig. En sem betur fer bara í bili.

Núna færir hann sig yfir á besta tíma með allann heiminn að fótum sér, en það gæti verið að hann þurfi að fórna svo miklu frábæru í staðinn. En ég hef enn fulla trú á að svo verði ekki og að minn maður verður enn sá besti, fyndnasti og hnyttnasti. Hann á það skilið að ég gefi honum séns fyrst um sinn, hann byrjaði illa á gamla staðnum og var lengi að finna gírinn en eftir á að hyggja eru þáttaraðirnar 16 eitt það besta sjónvarpsefni sem miðilinn hefur gefið af sér.

Conan O´Brian er að taka við að Jay Leno, manni sem fær mig aldrei til að hlæja. Margir segja að Jay Leno sé einhver besti uppistandari sem til er. Ég hef ekki séð hann á sviði og ætla ekki að dæma manninn af því, en í sem þáttastjórnandi í sjónvarpi er hann á sama stað og Logi Bergmann og Gunni Helga. Conan og Letterman eru langt fyrir ofan þessa menn og hafa alltaf verið.

Þættirnir hans Conans hafa haft þá hæfileika að fá mig til að grenja úr hlátri þó ég sé bara einn að horfa. Eitthvað sem fátt grín getur gert, ég hlæ alltaf meira þegar ég horfi með öðrum. Ég gæti sett inn endalaust af góðu gríni með Conan en ákvað að ljúka þessu með einu af mínum uppáhalds atriðum. Conan er bestur þegar hann fer út úr stúdíóinu, það eru fáir jafn góðir og hann að vera snöggir að hugsa og svara hnyttið eða snúa hlutunum yfir í vitleysu.

Conan toppaði sig endanlega þegar handritshöfundar voru í verkfalli. Þá var hann einn, án handritshöfundanna sinna sem skrifa mikið af efninu hans með honum og bullaði og fíflaðist eins og hann gat. Til þess eins að fylla þessar mínutur sem hann hefur í loftinu.

Hér fer Conan að hitta fólk sem spilar hafnabolta eins og hann var árið 1864. Allt er gert upprunalega og menn klæða sig og hafa bakgrunn sem er í takt við tíðarandann.

Þetta er snilld.

Ein athugasemd á “End of an era

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s