litli kútur

Valur, yngsti strákurinn í vinahópnum mínum eignaðist son á dögunum. Kom okkur svolítið í opna skjöldu að litla skinnið væri farið að sofa hjá en maður fagnaði að sjálfsögðu slíkum fréttum.

Laugardaginn síðasta fékk drengurinn stutti svo nafn, Gunnar Freyr sagði Valur hátt og snjallt yfir þann hóp manna sem viðstaddur var veisluna sem klappaði enda vissu menn að heitur réttur og kaka biði á neðri hæðinni.

Við látum fylgja mynd sem tekin var þegar að Gunnar Freyr kom með foreldrum sínum á L82 að horfa á fótbolta. Hans fyrsta konunglega heimsókn á L82 og sannarlega ekki sú síðasta.

7 athugasemdir á “litli kútur

 1. innilega tl hamingju með nafnið Valur.
  …hvenær átt þú afmæli Valur?
  Annað hvort hefur Gummi gleymt mér eða ég er ekki lengur vinur því ég er fæddur ´82 eins og Valur
  😉

 2. Takk fyrir það Ebbi.

  Ég ætlaði einmitt að nefna það við hann að ég er eldri en þú. Ég er fæddur 14. janúar. Ég hugsa að skeggvöxtur okkar blekki hann líklega… og þegar ég segi skeggvöxtur okkar meina ég að sjálfsögðu skeggvöxtur þinn.

 3. Fyrirgefðu elsku Ebbi minn.

  Ég hreinlega bara steingleymdi henni Lovísu þinni, ætla að skýla mér á bakvið það að þið búið ekki á landinu og ég hitti ekki ykkur ekki eins oft eins og Val.

  Vona að aðgerðin gangi vel !!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s