Twitter

Hægra megin hér á síðunni hef ég hent upp Twitter-inu mínu. Það er svolítið erfitt að útskýra Twitter. Ég hef í marga mánuði byrjað að nota þetta og hætt aftur en síðustu vikur hef ég einhvern veginn komist upp á lagið og þetta er orðið ávandabindandi, hættulega svo.

Twitter mætti útskýra sem örblogg,  eins og sms. Maður hefur eingöngu 140 stafi til að segja eitthvað og oftast notar maður þetta til að vera hnyttinn, benda á eitthvað sniðugt sem maður sér eða til að svara öðrum Twitter-um. Maður fylgist svo með öðrum sem eru að nota Twitter og aðrir sömuleiðis fylgjast með þér.

Það eru margir íslendingar að nota Twitter, fjöldinn hefur aukist þvílíkt og gaman er að sjá hvað aðrir eru að skoða á netinu eða eru að pæla í.

Shaquille O´Neal, Rainn Wilson (Dwight úr Office), Jimmy Fallon og Major Nelson eru t.d. menn sem ég fylgist með á Twitter ásamt fullt af öðru fólki.

Tilgangslausa staðreynd dagsins er að einn af stofnendum Twitter er Evan Williams, einn af stofnendum Pyra Labs sem síðar varð Blogger.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s