Kæruleysissprautan

Guðfinnur óskar eftir bloggi, færslu með innihaldi en ekki bara tengla á fyndin youtube myndbönd eða eitthvað álíka. Í raun fellur Guðfinnur það langt niður í forapyttinn að hann biður jafnvel um tóndæmi, eitthvað sem hann almennt er á móti og er ekki hrifinn af enda tónlistarsmekkur hans meira í jafnvægi við tónlistarsmekk móður minnar.

En færslu fær drengurinn.

Í síðustu viku fór ég í ristilspeglun, það er merkilegt fyrirbæri enda ljósleiðari með myndavél settur upp í óæðri endann á manni þar sem að allt er skoðað með færum augum læknisins. Það sem gerir þetta þess virði er að maður fær kæruleysissprautu. Sprautan sú er sannleikslyf í vökvaformi sem fyllir líkamann af sælutilfinningu sem ekki er hægt að endurgera með öðrum hætti.

Ég hef áður fengið svona sprautur og alltaf gera þær mér gott, það gott að ég á það til að bulla.

Þegar ég var yngri var alltaf eitthvað ólag á líkamanum og þess vegna fór ég nokkuð reglulega í svona speglun enda var það eina tólið til að athuga hvort að meðferðin og lyfin sem ég tók væru að gera eitthvað gagn.

Þegar ólagið var sem mest er vont að fara í svona speglun enda skoðunarsvæðið ekki upp á sitt besta og sársaukinn því eftir því. Eina sem hægt er að gera þá í stöðuni er hreinlega að sprauta meira af kæruleysislyfinu í líkamann enda er það róandi og verkjastillandi, eitthvað sem hljómar vel með ljósleiðarann á fullu swingi í afturendanum.

Þegar skammturinn var orðinn stór tók ég mig til þar sem maður liggur á vinstri hliðinni í fósturstellingunni og fór að reisa mig upp með allt draslið enn í afturendanum. Hjúkrunarkonan fór að reyna að halda mér niðri en ég lét ekki segjast, sýndi speglunardólgsktakta og settist upp og steytti krepptum hnefa að lækninum sem vissi ekki alveg hvað var að gerast og hreytti í hann „Það er eitthvað að manni sem sérhæfir sig í svona“ og hlunkaðist aftur niður á bekkinn og lá þar í lyfjamóki.

4 athugasemdir á “Kæruleysissprautan

  1. …má ekki taka með sér myndatökumann í svona aðgerðir, bara til að skrásetja allt bullið.
    þekki einmitt nokkra sem segja svipaða sögu en gallin er að maður man víst ekkert af ruglinu sínu.
    Þetta er jafnvel efni í raunveruleika sjónvarp?

  2. Ræni fyrirsögn úr blogginu hér að neðan: „Fyndið JÁ!“

    Hefði gefið mikið fyrir að hafa verið vitni af þessu… eins truflandi og það kann að hljóma…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s