Stöðumælavörður dauðans

Það ríkir oft umsáturs ástand á L82. Ekki útaf Lalla Johns eða öðrum ógæfumönnum heldur útaf þjóðflokki manna sem alltaf klæðir sig í of stórar úlpur og eru með sólgleraugu sama hvernig viðrar úti.

Við erum að tala um stöðumælaverði. Þeir hringsóla oft í kringum L82 eins og hrægammar og bíða eftir að menn líti af sjálfrennireiðum sínum í augnablik eða akkúrat þann tíma sem tekur að byrja að skrifa helvítis sektina.

Oft má sjá ábúendur L82 úti í glugga að vakta sína bíla, enda ótækt að setja pening í stöðumælinn. Það er engin tilgangur í því.

Jói Jökull þurfti að taka stökkið út um hurðina um daginn enda stöðumælavörður dauðans aðeins meter frá bílnum hans og því þurfti snögg handtök. Á sama augnabliki og Jói henti sér í skó henti ég hann nýbónuðum fimmtíu krónum sem að hann rétt náði að setja í mælinn áður en maðurinn hefði mögulega skellt 1500 krónu sekt á fákinn hans.

Það besta var að eftir þennan hasar allan mátti sjá að stöðumælavörðurinn var engan veginn að vinna vinnuna sína akkúrat þarna. Hann var bara að rölta í sjoppuna, hann horfði ekki á einn bíl í allri götunni og var bara upptekinn að vera töff með sólgleraugu og appelsín í gleri.

joistodumaelir

5 athugasemdir á “Stöðumælavörður dauðans

  1. Guðjón, við viljum ekki lausnir á okkar vandamálum. Sem reyndar eru ekki vandamál fyrir menn sem fara í vinnu fyrir gjaldskyldu og koma heim eftir að gjaldskyldu lýkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s