God Help The Girl

Belle & Sebastian hafa setið hljóðann síðan 2006, ekkert nýtt efni hefur komið frá sveitinni sem hryggir mig. Þó höfum við fengið að njóta þess að fá hinar fjölmörgu BBC upptökur sveitarinnar á tvöföldum diski sem ber að fagna.

Meðlimir sveitarinnar hafa þó ekki setið auðum höndum heldur hefur Stuart Murdoch ásamt flestum úr sveitinni setið sveittur í stúdíóinu við gerð nýrrar plötu. Í þetta skiptið er þó platan ekki gerð undir merkjum Belle & Sebastien heldur er hér um að ræða einstaklingsframtak Stuarts, God Help The Girl.

Um er að ræða lög sem Stuart hefur verið að safna í sarpinn síðustu fimm ár, allt lög sem honum hefur ekki fundist að passaði fyrir sveitina sína. Öll eiga lögin að segja samfellda sögu og mun verða tekin upp kvikmynd á næsta ári til að fylgja tónlistinni.

Maður fagnar auðvitað nýrri tónlist frá Stuart sem og tvö Belle & Sebastian lög fá að fljóta með. Stuart hafði verið með þann draum að búa til stúlknasveit og því hélt hann söngvakeppni á netinu og sigurvegararnir syngja lögin í þessu verkefni. Belle & Sebastian lögin sem sett verða í nýjann búning eru Funny Little Frog og Act Of The Apostle.

Ég held að þetta verði flopp, er miðlungs spenntur og læt þetta þá bara koma mér á óvart ef um einhverja snilld er að ræða. Frekar myndi ég vilja nýtt efni með minni ástkæru sveit.

Látum fylgja með fyrstu smáskífuna af plötunni sem kemur út 23.júní ásamt nýrri útgáfu af Funny Little Frog. Come Monday Night er allt í lagi, en ekkert nýtt. Camera Obscura hafa alltaf verið bestir í að stæla Belle & Sebastian.

God Help The Girl – Come Monday Night

God Help The Girl – Funny Little Frog (Belle & Sebastian cover)

httpv://www.youtube.com/watch?v=NpV_ma_zed4

4 athugasemdir á “God Help The Girl

  1. Nýji diskurinn er góður, ekki eins góður en sá sem kom síðast en góður er hann nú samt.

    camera er góð hljómsveit , en hún er samt Belle & Sebastien leg. Plús að meðlimir B&S spiluðu á fyrstu plötunni og Stuart produceaði lag með þeim í byrjun (Eighties Fan)

  2. Rétt rétt 🙂 Tja.. kannski finnst mér þau bara betri því þau eru aktívar í dag og eru eitthvað svo fresh. Nýja er rosalega góð.. rétt að fyrri sé betri.. samt.. finnst þau hafa virkilega gert vel ! Er alveg að digga nýju í botn .

  3. Finnst þau lög sem ég hef heyrt með God help the girl alveg ægilega fín.. feel good söng af bestu gerð..

    er alveg að stalka síðuna þína hérna haha

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s