My Back Pages

Fæ hreinlega aldrei nóg af þessu myndbandi. Tekið af afmælis tónleikum Bob Dylan í Madison Square Garden þar sem My Back Pages er tekið af einvala liði, svokallað landslið eins og Bylgjan myndi kalla þetta.

Forsprakki Byrds, Roger McGuinn byrjar, enda þekktasta útgáfa lagsins eflaust þeirra.  Svo tekur Tom Petty lagið sem hendir svo keflinu til Neil Young.

Svo kemur gæsahúðarkaflinn þegar að Eric Clapton sem hefur haldið sig til hlés í laginu kemur með dúndur gítarsóló. Maðurinn er frábær gítarleikari og tekur svo eitt vers í góðum gír. Á eftir Clapton kemur svo Dylan sjálfur og George Harrion loks í lokin en Clapton á þó síðasta orðið með öðru sólói.

Elegant svo ekki meira sé sagt.

httpv://www.youtube.com/watch?v=IKBSIyK_GSE

4 athugasemdir á “My Back Pages

  1. Ég þarf ekki að sjá nema 1-2 sekúndur af Eric Clapton til að fá gæsahúð af leiðindum. Sjitt hvað maðurinn er óspennandi á allan mögulegan hátt.

  2. Clapton mjög flottur á þessum tónleikum. Tók Dont think twice its alright og Love Minus Zero á þessum tónleikum og rúllaði þeim upp með frábærum flutningi.

    Samt alltaf fyndið að sjá svona flutning þar sem 7-8 gítarleikarar spila saman sérstaklega þegar session gaurarnir eru með líka!!

    Neil Young á lokasólóið Gummi!

  3. Þetta er OK af svona tribjut doti að vera 🙂
    Seinna sólið er margfalt flottara – enda er það Neil sem tekur það; hávært og kreísí! Clapton á ekki heima þarna með sína útjöskuðu frasa. Hann er eins og bílskúrsbandsblúsrokkari á autopælot. Stephen Siegal myndi gera þetta eins:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s