The shot

NBA úrslitin í fullum gangi, alltaf yndislegur tími.

Þegar að Lebron James skoraði sigurkörfuna í gær með þriggja stiga skoti þegar að ein sekúnda var eftir fögnuðu áhorfendur Cleveland útaf tvennu. Þeir fögnuðu sigri sinna manna í mikilvægustu úrslitakeppni þeirra í langann tíma, Cleveland á nefnilega miklar líkur á að klára dæmið og landa titlinum. Enda með Lebron James í sínu liði, mesta og besta körfuknattleiksmann í heimi sem getur orðið sá besti frá upphafi, gleymum ekki að hann er aðeins 24 ára.

Hin ástæðan er eiginlega merkilegri. Loksins eftir öll þessi ár er maður í treyju númer 23 að sigra leik í stað þess að brjóta niður drauma Cleveland. Ein frægasta klippa af Michael Jordan af hans ferli er þegar að Jordan skaut á síðustu sekúndu í oddaleik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers árið 1989. Jordan fór upp á móti Craig Ehlo og skoraði og það á heimavelli Cleveland. Skotið er notað út í hið óendanlega í myndum um Jordan og í auglýsingum fyrir NBA úrslitakeppnina og gerð hefur verið heil auglýsing um þetta skot enda kalla Bandaríkjamenn þetta skot eingöngu “ The Shot“

Þegar að Jordan lagði skónn á hilluna í fyrsta skiptið sögðu fréttamenn „Craig Ehlo, þú getur andað léttar. Jordan er hættur“. Það verður þó að taka fram að Ehlo var besti maður Cleveland í þessum leik. Skoraði 24 stig og spilaði meirihlutann af leiknum með snúinn ökkla.

httpv://www.youtube.com/watch?v=b-5G3OBKR3Y

2 athugasemdir á “The shot

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s