Ég vona innilega að tónleikaröðin Manstu ekki eftir mér sé komin til að vera. Síðasta fimmtudag hóf sveitin Ensími leikinn með því að flytja plötuna Kafbátamúsik í heild sinni.
Kafbátamúsik kom út 1998 og varð strax ein af bestu plötum Íslandssögunnar. Lög eins og Atari, Arpeggiator og Flotkví eru hrikalega góð og eldist platan afskaplega vel.
Það var yndisleg tilfinning að standa í troðningnum og hitanum á Nasa og sjá sveitina aftur á sviði og heyra upphafstóna plötunnar hefjast. Hreint út sagt yndisleg stund.
Fyrir tónleikana fór ég að velta fyrir mér hvaða fleiri plötur ég væri til í að sjá og heyra fara í gegn um sömu meðferð.
Maus – Lof mér að falla að þínu eyra
Spilverk Þjóðanna – Sturla
Sigur Rós – Ágætis Byrjun (tilvalið á 10 ára afmæli plötunnar)
XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweiler hundar
Megas og Spilverk Þjóðanna – Á bleikum náttkjólum
Mjötviður mær – Þeyr
Lög unga fólksins – Hrekkjusvín
Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm
Við þennan lista má svo eflaust bæta við fullt af góðu dóti sem ég man ekki eftir akkúrat núna.
httpv://www.youtube.com/watch?v=_yJsmMISJLQ
geðveikir tónleikar.
ég held að maus tónleikar séu planaðir, veit ekki með hitt.
Glugginn hennar Kötu með Vilhjálmi Vilhjálmssyni
Maður með mönnum – Vinir Vors og blóma. Þyrfti samt helst að vera í óperunni eða álíka tónleikastað.