Tóndæmi dagsins er fallegt, mjög fallegt. Kannski full rólegt miðað við góða veðrið og sólina en falleg tónlist á alltaf heima hér, sama hvernig viðrar.
Iron & Wine, fullu nafni Samuel Bean er eflaust þekktastur fyrir að hafa tekið ábreiðu af Postal Service laginu Such Great Heights sem og að hafa komið mest í eyrun á fólki í Zach Braff myndinni Garden State tekur hér eitt besta Flaming Lips lagið og gerir klárlega að sínu eins og Sigríður Beinteins myndi orða það.
Lagið Waitin for Superman er af hinni frábæru The Soft Bulletin sem kom út árið 1999, hrikalega góð plata og að mínu mati besta plata Oklahoma búanna í Flaming Lips.
Iron & Wine taka hér lagið í rólegri acoustic útgáfu sem gerir það að verkum að þetta hljómar eins og allt annað lag.
Iron & Wine – Waitin for Superman