Mario

Í lífinu er alltaf gott að setja sér markmið. Ég er á fullu þessa dagana við að uppfylla eitt markmið sem ég hef sett mér að klára fyrir þrítugt en það er klára alla þá Super Mario leiki sem ég hef aldrei klárað.

Ég átti aldrei Nintendo leikjatölvu í gamla daga heldur var heimilið PC vætt frekar fljótt eftir Sinclair tímabilið sem ég hafði varla aldur til að njóta og þar voru spilaðir aðrir leikir heldur en leikjatölvurnar höfðu uppá að bjóða. Endrum og eins var kannski Nintendo vél eða Sega Mega Drive vél sem maður fékk að láni en þá gat verið erfitt að komast að þar sem eldri bræður manns voru bæði sterkari og frekari.

Um daginn náði ég að klára Super Mario Bros 1 og núna er Super Mario Bros 3 í vélinni þökk sé leikjatölvu hermum sem hægt er að keyra upp á öllum tölvum í dag. Google leitarorðið Nes Roms myndi svo hjálpa við að finna leikina sjálfa.

Eftir að hafa spilað þessa leiki í nokkra daga og séð svo hvað eru til margir Mario leikir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að öryggisgæslan hjá Princess Peach er til háborinnar skammar. Á nokkra ára fresti kemur Bowser og rænir prinsessunni og alltaf þarf einhver ítalskur pípari að bjarga henni, og hvað fær hann í þakkir ? Ekkert, ekki einu sinni koss.

super_mario_bros_javascript

2 athugasemdir á “Mario

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s