Í gamla daga þegar allir hömpuðu Nintendo og Sega Mega drive tölvunum sínum var eingöngu PC tölva á mínu heimili.
Leikirnir í henni voru ekki þeir sömu og í leikjatölvunum og voru ekki nærri því eins aðgengilegir og frábærir, enginn Mario eða Sonic hér. Þeir kenndu mér þó mikið í ensku enda þurfti maður að skrifa allt inn sem átti að gerast í snilldar leikjum eins og Police Quest og Kings Quest og maður lærði að löggukylfa heitir nightstick eða PR-24 á fagmáli.
Eitt höfðu þó PC vélarnar yfir leikjatölvurnar og það var grafík og hljóð. Til að sýna ofurkraft heimilistölvunnar voru ljósin slökkt og kveikt á Second Reality eftir Finnana í Future Crew, allt þetta sýndi og sannaði hvað PC vélin var hrikalega öflug.
486DX vél með SoundBlaster Pro hljóðkorti gjörsamlega grenjaði og bað um miskun við að keyra þetta .
Þetta er ekki tölvuleikur en þótti bara svo hrikalega mikið breakthrough að það var ekki annað hægt en að dást að þessu.
Þetta er meira að segja enn töff í dag.
httpv://www.youtube.com/watch?v=XtCW-axRJV8