Ég hef alltaf verið sökker fyrir gleðipoppi sem auðvelt er að raula með. Vinnufélagar mínir voru með þá kenningu að ég félli alltaf fyrir lögum með trallala kafla og Villi vildi einhvern tímann meina að ég væri sökker fyrir lögum með smá blásturshljóðfærum
Það getur vel verið en Sænsku gleðipoppararnir í sveitinni I´m from Barcelona hafa einhvern veginn alltaf átt hjá mér sama stað. Sveitin gerir gífurlega gott gleðipopp sem hressir mann við og blæs bjartsýni í mann sama hvernig viðrar.
Alveg frá því að ég heyrði fyrst lagið We´re from Barcelona með þessari sænsku fjölmennu sveit hafa þau átt vísan stað í spilaranum og jafnvel oftar en ekki fengið að renna í gegnum DVD spilarann líka. Alltaf verið til staðar, aldrei gleymst.
Tóndæmi dagsins er ekki nýjasta nýtt enda ár síðan að síðasta plata þeirra kom út, þeirra önnur og ber hún nafnið Who killed Harry Houdini ?. Þó að platan sé orðin þetta gömul skiptir það engu, hún hefur hvort sem er farið framhjá flestum.
Tóndæmi dagsins gjöriði svo vel. Læt fylgja með myndbandið við lagið sem kom þessari sveit á kortið hjá mér, yndislegt alveg.
I´m from Barcelona – Paper Planes
httpv://www.youtube.com/watch?v=3Wi1d0FNgdQ