Airwaves, fyrr og nú.

Airwaves 2009 var að ljúka, þetta er fyrsta hátíðin þar sem ég hugsa ekki „Fokk hvað ég væri til í að vera á Airwaves“. Síðustu sjö ár hef ég verið hrikalega duglegur að taka Airwaves fyrir, svo duglegur að ég hef tekið mér sumarfrí frá vinnu til að geta einbeitt mér að því að hlusta á tónlist, raða upp listum yfir hvað ég verð að sjá og getað drukkið bjór án þess að hugsa út í það að ég þurfi að vakna daginn eftir.

Fyrir utan Kings of Convenience sem oft hafa verið tóndæmi dagsins á þessari síðu voru það einna helst The Drums, Metronomy og When Saints Go Machine sem ég hafði einhvern áhuga á að sjá. Innlendu böndin snerta ekki þennan streng að verða að fara því maður getur séð flest af þeim seinna ef maður hefur ekki séð þau nú þegar.

Ástandið finnst mér þó vera að leika hátíðina grátt eða þá að skipuleggjendur hennar fela sig bakvið ástandið þar sem gæði listamanna hafa dalað hrikalega. Þá er ég ekki að tala um að það vanti stóru nöfnin heldur finnst mér frekar að það vanti böndin sem gerðu hátíðina svo stórkostlega. Það vantar böndin sem eru við það að verða fræg en eru ekki orðin það, böndin sem að mp3bloggin og indie / underground heimurinn eru að slefa yfir en mainstream tónlistarpressan hefur ekki gripið ennþá.

Það vantar þennan fíling sem að bönd eins og Ratatat, Architecture in Helsinki, Islands, Mates of State, Klaxons, Fiery Furnaces, The Zutons, Clap Your Hands Say Yeah, Wolf Parade og fullt af öðrum böndum sem ég gæti talið hér upp og hafa komið á Airwaves síðustu árin sköpuðu.

Kannski á næsta ári, kannski þá. Airwaves á að vera hátíðin sem engin vill missa af, hún var það en í ár var hún valmöguleiki af mörgum og ekki sá mest spennandi.

Skelli með smá Áströlsku indie poppi, tónleikar Architecture in Helsinki árið 2005 var hápunktur þess árs og einhverjir þeir bestu tónleikar sem ég hef orðið vitni að á Airwaves, fyrr og síðar.

httpv://www.youtube.com/watch?v=MXIzyquw-kc

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s