In memoriam

Ég hef nokkrum sinnum byrjað á þessari færslu. Það er eiginlega ekki hægt og í raun mjög erfitt að setja þennan punkt við þennan tíma sem núna hefur liðið undir lok. Ég ætlaði fyrst að gera best of en féll frá því þar sem það er af of mörgu að taka.

Félagsmiðstöðin sem ég kallaði heimili er ekki lengur til, það eru blendnar tilfinningar en minningarnar sem allar eru góðar verða eftir. Öll partýin, allt sprellið og allur sá þroski sem við drengirnir tókum út á þessum tíma fer í sögubækurnar, ekki bara okkar eigin heldur hjá öllum vinahópnum og eflaust fleirum sem hafa fylgst með drengjunum þremur á L82 í gegnum allann þennan tíma.

Ég er dottinn í sambúð, Hlyni hefur fjárfest í steinsteypu og Jói er óstaðsettur í hús eins og Lalli Johns kallar það en dvelur hjá Guffa á meðan þetta millibilsástand varir.

Þó að menningarkvöldin séu dottin upp fyrir þarf að halda uppi þessum föstu samskiptum sem að við áttum annars daglega og það marga klukkutíma á dag. Þetta var fjölskyldan manns og verður það áfram.

L82 kveður með þakkir fyrir allar góðu samverustundirnar. Þetta var yndislegt.

5 athugasemdir á “In memoriam

  1. Æ ég fæ nú svona smá sting í hjartað, kannast vel við þessa tilfinningu þegar Kringlan leystist upp eftir 4 ára kommúnu, bara sorglegt en minningarnar lifa enn og vinirnir fara ekkert þótt húsnæðið hverfi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s