tóndæmi dagsins

Þegar ég heyri orðið súpergrúbba kemur nafn Traveling Wilburys alltaf fyrst upp í hugann. Sveit sem starfaði í lok áttunda áratugarins með algjöra landsliðs uppstillingu.

Í sveitinni voru George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbinson, Tom Petty og Bob Dylan. Eflaust þekkja fæstir Jeff Lynne af þessum ótrúlega hópi en hann var aðalsprautan í ELO (tóndæmi hér) sem og að hafa unnið með ógrynni tónlistarmanna.

Súpergrúbba dagsins í dag er klárlega indie ofur sveitin Monster of Folk. Valin maður í hverju rúmi í þeirri sveit, næstum allir meðlimir hennar hafa dúkkað upp á þessum vef áður sem tóndæmi dagsins í öðrum verkefnum sínum. Sveitina skipa Conor Oberst (Bright Eyes), Mike Mogis (Bright Eyes), Jim James (My Morning Jacket) og M. Ward. Endilega ýtið á nöfn sveitanna, þar má finna gullmola.

Á blaði er þetta svo sannarlega súpergrúbba en þá er spurningin hvort að platan sem þeir hafa gefið út standi undir þessu nafni og því mikla hæpi sem svona menn þurfa að standa undir.

Platan Monster of Folk kom svo út þann 22.september og hún stendur svo sannarlega undir nafni. Eins og oft er með góðar plötur þurfa þær ítrekaða hlustun og svo allt í einu gerist eitthvað og snilldin birtist manni eins og um vitrun væri að ræða. Eftir fyrstu eina, tvær umferðirnar fannst mér þetta ekki ýkja merkilegt þó inn á milli væru vissulega góðir sprettir en eftir u.þ.b viku af góðri hlustun var eins og að platan hefði alltaf fylgt manni. Hrikalega góð er hún.

Tóndæmi dagsins verður því af plötunni, mér og ykkur öllum til yndisauka.

Monster of Folk – Say Please

Monsters of Folk Monster Of Folk[1]

2 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s