Sjónvarp næstu viku

Þessi tími sem er að detta í hús er svo frábær. Rútínan komin í gír og sjónvarps tímabilið í henni Ameríku og víðar auðvitað komið á fullt.

Vantar tvo þætti sem ég vil hafa á dagskrá en þeir eru handan við hornið. Þið spyrjið þá eflaust núna „Hvað er hann Gummi að horfa á ?”

Ég skal segja ykkur það.

Þeir þættir sem ég vil ekki missa af og horfi reglulega á eru, í engri sérstakri röð :

The Office.

– Breska Office var snilld en ég tel mig geta sagt núna eftir sex seríur af Bandarísku útgáfunni að hún sé betri en sú upprunalega. Eflaust einhverjir sem eru mér ósammála en mig varðar ekkert um það. Þeir byrjuðu klárlega illa, kannski skiljanlega þar sem það voru engar smá væntingar og eflaust margir sem afskrifuðu að svona endurgerð væri hægt að gera. Nógu oft hefur Hollywood klúðrað svona endugerð, bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. En The Office eru fyndnustu þættir sem hægt er að horfa á í sjónvarpi í dag.

How I Met Your Mother

– Hinir nútíma Friends þættir sem eru nú byrjaðir á sinni sjöttu umferð um hvernig Ted hitti móður barnanna sinna. Fyndnir þættir sem eru svo sem ekki að gera neitt nýtt nema með hinum ótrúlega Barney Stinson sem er allt það sem að konur elska að hata. Annars finnst mér Marshall fyndnastur, lang fyndnastur.

Damages

– Lögfræðidrama par ekselans. Einhverjir þeir best leiknu þættir sem ég hef séð lengi. Tvær seríur búnar og fleiri á leiðinni. Glenn Close leikur lögfræðing og eiganda lögfræðistofu sem gæti lamið og étið Denny Crane í morgunmat. Oft miklar fléttur í söguþræðinum sem eru vel skrifaðar og koma manni á óvart, annað en t.d. flétturnar í 24.

24

– Jack Bauer. Þar með þarf ekki að segja meira.

Life

– BBC þættir í anda Planet Earth þáttanna. Þættir sem tók 4 ár að gera í öllum heimsálfum.Skáka Planet Earth í fagurfræðilegri myndatöku og Richard Attenborough á sínum stað. Frábærir þættir sem segja manni frá ótrúlegum hlutum í náttúrunni og hvernig dýr aðlagast og breytast að aðstæðum til að halda lífi.

The Good Wife

– Nafnið gæti gefið til kynna að um sé að ræða stelpuþætti en svo er ekki. Þættir framleiddir af sjálfum Ridley Scott og bróður hans sem einnig er þekktur leikstjóri og er hér á ferðinni gott lögfræðidrama með smá rauðum þræði sem tengir þræðina saman. Fyrir stelpurnar er svo einhver Big gaur úr Sex in the City að leika þarna líka. Gott lögfræðidót en ekki nærri því eins þungt og gott og Damages.

John Adams

– Þættir ekki lengur í sýningu en það skiptir ekki. Aðeins til ein sería en hún er þungvarvigtar. John Adams var Boston maður, bróðir hans var Samuel Adams (bjórinn maður, bjórinn) og var John annar forseti Bandaríkjanna og fyrsti varaforsetinn. Þættirnir gefa frábæra sagnfræðilega sýn á sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna og hvernig þetta allt bar að og hvernig fyrstu ár landsins voru. Ótrúlega vel leiknir og góðir þættir, þungir og á stundum ill meltanlegir en á endanum borgar þetta sig allt. Frábærir þættir sem halda manni við efnið og fræða mann í leiðinni, nett.

Wallander

– Þrír þættir búnir, og fleiri á leiðinni en hægt koma þeir þó. BBC taka hér sænsku bækurnar um lögreglumanninn Kurt Wallander og gera á sinn hátt. Kenneth Branagh leikur Wallander og allt er eins og maður hefur ímyndað sér við lestur bókanna. BBC ganga það langt að taka þættina sjálfa upp í bænum Ystad þar sem sögusviðið er og þegar Wallander sendir tölvupóst er hann skrifaður á sænsku. Allt eins og maður hafði akkúrat ímyndað sér að hlutirnir væru. Frábærir spennuþættir sem gera bókunum fullkomnlega skil.

Grey´s Anatomy

– Klárum þetta á stelpuþættinum. Ég hafði aldrei séð Gray´s fyrr en í sumar, ekki séð einustu mínutu af þessum þáttum. Kristín horfir á þessa þætti og ég hef aldrei horft á þá með henni. Sat oftast hjá henni og sauð á mér pungin í tölvunni á meðan hún hló og grét með vinum sínum á Seattle Grace sjúkrahúsinu. Smám saman byrjaði ég að fylgjast með þessum áttum með öðru auganu og áður en ég vissi af var ég meira farinn að horfa en að vera í tölvunni.

Svo gerðist það að ég hætti alfarið að vera í tölvunni á meðan horft er á Grey´s og fyrir þætti sem fyrir löngu eru komnir af stað átti ég erfitt að átta mig á þessum þáttum þar sem að gamlar fléttur og persónur fara að spinnast í þættina. Ég byrjaði því að horfa frá byrjun svo ég gæti nú líka hlegið og grátið með þessum þáttum. Þeir eru fínir, ég sagði það. Greys eru fínir þættir.

2170448724_0025ab2cc8[1]

6 athugasemdir á “Sjónvarp næstu viku

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s