Allir hlutir eiga sér stað

Fyrir utan samganginn við félagana af L82 sakna ég mest þess að mega setja hlutina næstum hvar sem ég vil. Hlyni og Jói voru á svipuðum stað og ég með þetta og það var ekkert verið að kippa sér upp við það þó að einn jakki væri ekki hengdur upp á sömu sekúndu og farið var úr honum eða að íþróttataska fengi aðeins að hvíla sig í forstofunni.

Konur einhverra hluta vegna eru ekki hrifnar af því að hlutum sé potað á hina og þessa staði eftir hentinsemi heldur eiga víst allir hluti sinn vísa stað þar sem þeir eiga alltaf að vera. Engar undantekningar og engin undanskot.

Ef þessi regla er brotin heyrir maður óma „GUMMMI” eða þá það sem verra er, að maður fær dauðastöruna.

Það óskar engin karlmaður þess að fá störuna. Hún hefur því miður aldrei náðst á mynd og því verður mynd af netinu að duga sem sýnir öllum þeim sem ekki hafa upplifað störuna annað hvort frá maka eða móður sinni það sem engin maður á að þurfa að þola.

ClemensStareMcNamee2[1]

5 athugasemdir á “Allir hlutir eiga sér stað

  1. Æi litla skinnið. Mikið ertu óheppinn með sambýliskonu. Hún er nú meiri GRIBBAN!!! Ef Guffi hefði ekki móðgast við færsluna hér að ofan hefði hann örugglega getað hýst þig ásamt Jóa og þið hefðuð getað runnið til í táfýlusokkum hvers annars á gólfinu.
    Ertu viss um að sambýliskonunni hafi ekki bara þótt ósköp næs að búa ein í fínu prinsessuhöllinni sinni áður en það kom strákpjakkur á heimilið sem potar myndaalbúmi í verkfærahilluna og snyrtidóti í útifataskápinn og treður snúrum og tölvum í alla króka og kima??? Og það fyrsta sem tekur á móti manni þegar maður kemur fram eftir nóttina er bjórdós og naglaklippur og skítugir sokkar á stofuborðinu!!!

  2. Bakvísun: Nafnlaust

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s