Smurbuff

Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu að þá er miðvikudagur á morgun. Miðvikudagar eru alltaf svolítið sérstakir dagar hér í vinnunni því þá er á matseðli matráðsins „Ýmsir smáréttir með litlu meðlæti” eins og hann kallar það.

Þá er oftast fiskurinn frá mánudeginum kominn undir lag af osti undir heitinu Poisson au gratin og steikin frá fimmtudeginum áður mætt í einhversskonar Indverskann Tikka Masala rétt eða eitthvað álíka. Það köllum við fastagestirnir bara Kjöt í myrkri.

Best finnst mér þó af öllu þegar að kokkurinn hefur verið með buff í matinn á þriðjudeginum. Það þýðir nær undantekningarlaust að daginn eftir er þvílíkt augnayndi í boði að maður þorir varla að færa sér matinn til munns svo fallegur er hann.

Buffið er tekið og skorið í tvennt. Svo er komið fram við buffið af þvílíkri virðingu að eftir að kokkurinn hefur nýtt alla sína menntun og listræna hæfileika að þá er allt í einu mætt til leiks smørrebrød þar sem buffið leikur ígildi brauðs.

Ég kynni til leiks Den kongelig smørrebøff.

smurbraudsbuff

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s