Réttindi mín

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag. Sáttmálinn var fullgildur á Íslandi 1992 sem þýddi að 12 ára drengur í Breiðholtsskóla fékk þarna ótrúlegt vopn til að ota að kennurum sínum eins og engin væri morgundagurinn næstu árin.

Það var ekki fyrr en að Björn Árnason, sá frábæri kennari tók málin í sínar hendur og reif heftið af drengnum með látum. Hefti sem að drengnum hafði verið afhent með formlegum hætti þar sem rennt var yfir gildi sáttmálans og skrifað allt á mannamáli sem börn ættu auðvelt með að skilja og túlka. Björn vildi meina að þessi helvítis sáttmáli gilti ekki innan veggja kennslustofunnar á meðan hann væri að kenna.

Það var þá ekki sáttur Björn Árnason sem kom daginn eftir í mannkynssögu og sá drenginn veifa nýju eintaki af heftinu góða framan í hann þar sem vitnað var í hinar og þessar greinar um að réttindi drengsins hefðu verið brotin trekk í trekk og að slík framkoma gæti mögulega endað fyrir nýskipuðum Umboðsmanni Barna.

12.grein var alltaf mín uppáhaldsgrein en þar er börnum tryggð þau grundvallarréttindi að þau megi láta skoðanir sínar frjálslega í ljós, og að réttmætt tillit sé alltaf tekið til þeirra.

Rosalega hef ég verið skemmtilegur krakki.

Hver man svo ekki eftir þessu frábæra hefti :

rettindi_min_14-18[1]

5 athugasemdir á “Réttindi mín

  1. Hahaha, snilld Gummi. Ég man ekki mikið eftir heftinu en man vel eftir þér að flagga því í tímum 🙂 Hefur líklega verið frekar pirrandi fyrir BÁ og aðra kennara að fá þetta í andlitið…

  2. Ég hélt að ég hafi verið leiðinlegur krakki……………………..
    Ég vorkenni bara kennurunum sem voru með þig Guðmundur minn

  3. Ég man eftir grein sem stóð að forráðamenn hefðu þær skyldur að fæða og klæða mann…

    Óspart notað á foreldrana – það væri í lögum að ég YRÐI að fá ný föt..!

  4. Samkvæmt minni reynslu voru barnaskólakennarar upp til hópa fasistar og er þessi saga í samræmi við það. Sami aðili seti regluna, dæmdi og framfylgdi, allt framkvæmt af fullkomnum geðþótta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s