Datt niður á gamla backup möppu á tölvunni minni, þar leyndust margir gullmola sem ég ætla að deila með lesendum síðunnar næstu daga.
Efst trónir af þessum myndum án nokkurs vafa þessi mynd. Þetta er ekki fótosjoppað heldur sannleikurinn eins og hann birtist í Morgunblaðinu þegar hún amma mín auglýsti stórafmæli sitt með pompi og pragt. Þetta er alvöru grín sem ekki er hægt að búa til, svona gerist bara af tilviljuninni einni saman.
Ég nokkuð viss um að henni ömmu finnst þetta ekki eins fyndið og mér.
Að amma þín, fín frú, skuli einmitt birta tilkynningu um stórafmæli sitt á sama tíma og lesbísk vaxtræktrardrottning með viðurnefni og hanakamp hefur í fyrst sinn tækifæri að birta slíka tilkynningu (verður að vera a.m.k. 40 ára til að geta birts slíka tilkynningu í Morgunblaðinu) er eitthvað meira en tilviljun. Þetta hlýtur að vera samsæri. Þarf eitthvað að ræða það. Ég meina hvernig slapp þessi mynd af Möggu tönn í gegnum fágaða ritskoðunarmaskínu Morgunblaðsins. Getur þú ímyndað þér að þessi mynd hefði fengist birt með minningargrein t.d.
Og þær eiga ekki einu sinni afmæli sama dag.
Ha ha „Fágaða ritskoðunarmaskínu Morgunblaðsins“
Ég rann gjörsamlega blint í sjóinn áður en ég skrollaði niður og sá hana Möggu okkar!……þetta er helber snilld og þú mátt vera stoltur af ömmu þinni þarna.
Talandi um tilviljanir. Get ýmindað mér að frú Kristín hafi ekki verið mjög ánægð með þetta.
Ahahaha þetta er dásamlegt!