Valur og Valur

Það er fátt betra en að grenja úr hlátri, það er eins og maður sé endurfæddur þegar maður loksins nær andanum og áttum eftir góða hláturroku.

Eitt það sem hefur mig fengið til að grenja úr hlátri síendurtekið eru póstsamskipti okkar félaganna um að hittast fyrir jólin. Nákvæmlega það sama gerðist núna fyrir jólin og gerðist í haust og enn fyrr í sumar. Sem sagt þríendurtekið grín sem alltaf verður betra og betra.

Dóri, þessi elska hefur alltaf átt frumkvæðið að því að hittast í ár, eitthvað sem hann á stórann og mikinn heiður skilin fyrir að nenna, að halda utan um alla þessa óalandi Breiðhyltinga sem eru mínir bestu vinir. Hann sendir alltaf á sama hópinn og fljótlega byrja póstar að fljúga á milli í tugatali um dagsetningar og hugmyndir sem þarf að taka fyrir og negla fyrir hitting sem þennan.

Einhverra hluta vegna slæddist rangt netfang í póstlistann hans Dóra í upphafi þannig að í staðinn fyrir að Valur Gunnarsson, knattspyrnumaður og kennari væri á listanum var það Valur Gunnarsson blaðamaður sem fékk alla okkar pósta. Pósta frá fólki sem maðurinn þekkir ekki neitt og hefur engin deili á önnur en að um sé að ræða hressa drengi sem eru að skipuleggja sprell og glens í góðra vina hópi.

Í sumar lenti hann á póstlistanum í fyrsta skiptið og kom því skilmerkilega á hreint að við værum að fara mannavilt. Réttum Vali var skellt á póstlistann og málið leyst . Eða það héldum við.

Dóri henti svo út haustpósti og þá aftur með vitlausum Vali sem við grenjuðum úr hlátri yfir enda fattaðist seint að um vitlausann Val væri að ræða þar sem að Valur Gunnarsson, blaðamaður svaraði furðulega og við héldum bara að Valur Gunnarsson, knattspyrnumaður og kennari væri að sprella eitthvað í okkur með svörtum húmor sem var svo ekki. Valur Gunnarsson, blaðamaður skellti til dæmis fram orðunum „Hverjum þarf ég að sofa hjá til að komast af þessum póstlista?”  sem fékk suma til að halda að við hefðum móðgað Val Gunnarsson, knattspyrnumann og kennara

Núna fyrir jólin kemur svo þriðji pósturinn og aftur tókst Dóra að skella Vali Gunnarssyni, blaðamanni í póstinn en ekki Vali Gunnarssyni, knattspyrnumanni og kennara.

Ég get ekki beðið eftir póstinum sem kemur í vor frá Dóra.

3 athugasemdir á “Valur og Valur

  1. Ég mæli með þvi að þið bara heimtið að þessi Valur blaðamaður komi og hitti ykkur. Þið bjóðið honum á svæðið og borgið allt undir hann, bara til að fá að hitta gaurinn sem að virðist vera fáránlega nettur miðað við svarið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s