tóndæmi dagsins

Enn ein jólin, þau tuttugustu og níundu sem ég upplifi samkvæmt vísindalegri talningu minni. Desember mánuður gefur mér alltaf tækifæri til að rifja upp þegar ég fékk úr því skorið hjá Vísindavef Háskóla Íslands hver væri munurinn á kæfu og paté.

Jólalögin hafa verið ótrúlega þolanleg þessi jól, væntanlega út af því að Baggalútur á svo mikið af jólalögum.

Norðmenn, þessir neðanjarðar krúttarar sem falla alltaf í skuggann af bræðrum sínum og systrum í Svíþjóð sem búa til miklu meira krútt en þeir eiga þó eitt af jólalögum ársins.

Gamalt lag í nýjum búning í flutningi fánabera Norska krúttsins, engin annar en Erlend Oye. Erlend þessi er ekki bara sinn eigin herra heldur helmingur dúettsins Kings of Convenience sem tróð loks upp hér á landi á nýliðinni Airwaves hátíð og einnig forsprakki Berlínar sveitarinnar The Whitest Boy Alive. Allt eðal efni sem þessi hávaxni, rauðhærði maður hefur komið nálægt.

Gleðileg jól gott fólk. Næsta ár verður magnað, það er komið á hreint. Enda Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu rétt á eftir NBA úrslitum.

Erlend Oye – Last Christmas

erlend%20oye[1]

Ein athugasemd á “tóndæmi dagsins

  1. Ég hef aldrei skilið hvað mönnum þykir merkilegt við Kings of Convenience eða þennan Erlend. Alveg hræðilega óspennandi og leiðinlegt stöff.

    En gleðileg Gumma Jóhl fyrir því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s