Yello

Fyrir nærri 20 árum varð eitt mesta menningarslys Íslandssögunnar. Þá hefur komið til landsins plata með Svissneska dúettnum Yello. Einhver íþróttafréttamaðurinn eða tónlistarheftur klippari á RÚV hefur fengið þennan disk að gjöf og álitið þetta efni það besta frá upphafi mannkyns og því ákveðið einhliða að þetta skyldi notað út í hið óendanlega.

Því voru lög með þessari sveit notuð í næstum allar stiklur (trailera) sem ég man eftir frá barnæsku í sjónvarpinu, jafnvel gerðust dæmin svo gróf að lög með Yello voru notuð sem þemalög þáttar.

Sem betur fer hefur stiklunum fækkað á þessari öld enda ungt fólk komið til starfa hjá Sjónvarpinu sem margt hvert elur sama hatur á þessum lögum og ég. Sem betur fer.

Við kynnum til leiks tvö þekktustu lög Yello, en um leið þau tvö hötuðustu. Mótostportið og Handboltakvöldið með Loga Bergmanni  biðja að heilsa.

httpv://www.youtube.com/watch?v=xLb9jPuDS9Y

httpv://www.youtube.com/watch?v=bU9jxVFr3iU

Ein athugasemd á “Yello

  1. Er þá ekki við hæfi að rifja upp góðu þemalögin líka. Fyrst væri þá væntanlega að nefna 3 kilos með Prodigy sem var lengi vel þema lag sem mig minnir að hafi tengst handboltakvöldum frá Nissan deildinni sálugu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s